top of page
Handboltapassinn Leikmenn

ÍSLANDSMEISTARATITILLINN Í HÚFI

Hápunktur handboltatímabilsins er handan við hornið en úrslitakeppnin fer að hefjast þar sem bestu liðin keppa um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitakeppni í Olís deild karla hefst miðvikudaginn 10. apríl en föstudaginn 12. apríl í Olís deild kvenna.

 

Allir leikir úrslitakeppninnar verða sýndir í beinni útsendingu í Handboltapassanum. Síminn mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

 

Áhorf á íslenskan handbolta hefur aukist mikið í ár enda aðgengið að útsendingum frá þessari þjóðaríþrótt aldrei verið betra. Samkvæmt mælingum má gera ráð fyrir að 30.000 – 40.000 áhorfendur hafi verið að horfa á stærstu leikina í deildarkeppninni í vetur og gera má ráð fyrir að áhorfendafjöldinn eigi bara eftir að aukast á meðan úrslitakeppninni stendur.

 

Aldrei hafa jafn margir leikir verið sýndir í beinni útsendingu eða opinni dagskrá og áhorfendur hafa einnig verið þakklátir fyrir útsendingar frá Grill 66 deildum karla og kvenna.

ÍSLENSKI HANDBOLTINN

Allar íslensku deildirnar í handbolta, karla og kvenna, á einum stað.

Í fyrsta skipti verða allir leikir í Olís og Grill 66 deildum karla og kvenna í beinni útsendingu.

Auk þess verður Handboltapassinn með beinar útsendingar frá 3. og 4. flokki sem bætast við á næstunni.

Allir leikir eru aðgengilegir í 2 sólarhringa.

AÐGANGUR

Handboltapassinn er aðgengilegur í gegnum dreifileiðir Símans, hvort sem það er í myndlykil Símans eða Sjónvarp Símans appið í snjall-tækjum eða sjónvörpum. 

Sjónvarp Símans appið er opið öllum óháð því hvar viðkomandi kaupir sína fjarskiptaþjónustu.

Áskrift af Handboltapassanum er afgreidd á sjálfsafgreiðsluvef Símans.

ÚTSENDING

Útsendingar fara fram í gegnum sjálfvirkar myndavélar sem nýta gervigreind til að koma útsendingum heim í stofu.

Auk þess þá verður einn leikur í hverri umferð í Olís deild karla og kvenna í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Þar fáum við áfram að njóta handboltans án gjalds á fimmtudagskvöldum í Olís deild karla og laugardögum í Olís deild kvenna.

bottom of page